Kristján Jóhannsson hefur beðið Dagbjörtu Rúriksdóttur afsökunar á óviðeigandi athugasemd fyrir neðan auglýsingu Geirs Ólafs á Facebook.
Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson bað söngkonuna Dagbjörtu Rúriksdóttur afsökunar á óviðeigandi athugasemd sem hann skrifaði um hana undir auglýsingu Geirs Ólafs þar sem hann var að tilkynna Dagbjörtu sem sönggest á jólatónleika sína. Óperusöngvarinn vinsæli skrifaði „Wooooow þarf hún nokkuð að sýngja“ undir ljósmynd af söngkonunni.
Sjá einnig: Kristján Jóhannsson gerir lítið úr Dagbjörtu Rúriks: „Wooooow þarf hún nokkuð að syngja“
Kristján sá að sér og baðst innilegrar afsökunar á orðum sínum.
„Dagbjört Rúriks ég bið þig innilegrar afsökunar á óviðeigand kommenti frá mér sem átti að vera gullhamrar en snérust upp í andhverfu sína. Geir er heppinn að hafa fengið þig til liðs við sig, til hamingju bæði tvö. Og fyrirgefðu enn og aftur. Kristján.“
Dagbjört tók vel í afsökunarbeiðnina og svaraði að bragði: „Sá ekki kommentið og efast ekki um að þú hafir meint það vel *hjarta* takk fyrir falleg orð.“