Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Kristján dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás – Kannaðist ekki við að hafa framið glæpinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í Héraðdómi Reykjavíkur í 16 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás auk fleiri minni brota en árásin átti sér stað í janúar árið 2022.

Kristján var meðal annars dæmdur fyrir að hafa kastað kertastjaka í höfuð konu sem var gestur á heimili hans. Konan fór á slysamóttökuna í Fossvogi og hafði starfsfólk þar samband við lögregluna en konan var með brotna höfuðkúpu. Kristján var svo handtekinn í kjölfarið á heimili sínu og fundust fíkniefni og tvær axir við leit á heimilinu.

Kristján kannaðist ekki við að hafa ráðist á konuna á heimili sínu en viðurkenndi að hún hafi vissulega verið gestur á hans heimili og komið með hluti sem hún hafði fengið lánaða til baka.

Fyrir dómi sagði konan sem Kristján var dæmdur fyrir að ráðast á að hún hefði farið með kærasta sínum til Kristjáns. Hún hefði fengið lánaða úlpu og skó og Kristján hefði í framhaldinu sakað hana um þjófnað. Hún hafi svo fengið eitthvað í höfuðið í framhaldinu kastað upp og hana svimað.

Kristján hefur um nokkurt skeið verið einn af þekktustu afbrotamönnum landsins en hefur verið sex sinnum dæmdur fyrir ofbeldisbrot auk fjölda fíkniefnalagabrota. Kristján hefur verið tíður gestur í fjölmiðlum og oft kenndur við Skeljagranda, sem og Stefán Logi, bróðir hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -