Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kristján Einar handtekinn fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir – Situr í fangelsi í Malaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigur­björns­­son var handtekinn fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir á Spáni í marsmánuði. Svo herma heimildir Mannlífs og situr hann nú í fangelsi í Malaga-borg í Andalúsíuhéraði. Mannlíf setti sig í samband við fangelsið þar sem Kristján Einar er vistaður en þar fékkst aðeins staðfest að hann væri þar en engar frekari upplýsingar um líðan eða stöðu mála.

Eftir því sem Mannlíf kemst næst fær Kristján Einar, sem oft er kallaður Kleini, hvorki að vera með síma né tölvu í fangavistinni. Hann ber eigið fanganúmer og fær aðeins að hringja nokkur símtöl í viku og þá helst innanlandssímtöl.

Nánasta fjölskylda Kristjáns hefur dvalið í Malaga frá því að hann var handtekinn fyrir fimm mánuðum síðan. Í samtali við Mannlíf er ljóst að nánasta fjölskylda hans vill ekki að málið fari hátt og þar hefur verið ákveðið að ræða málið ekki opinberlega fyrir en það er afstaðið.

Eins og áður sagði var Kristján Einar hand­­tekinn á Spáni í mars síðast­liðnum og gengu þá myndbönd á samfélagsmiðlum hérlendis sem sýndu hann í handjárnum. Kristján er 24 ára gamall og var um tíma trú­l­ofaður Svölu Björg­vins­dóttur söngkonu.

Kristján opnaði sig meðal annars um for­tíð sína á sam­fé­lags­miðlum. Sagðist hann vera venju­legur maður á Insta­gram við það til­efni:

„Ég er ó­­­­­sköp venju­­­legur maður. Ég á barn. Ég vinn sem sjó­­­maður. Ég á mína for­­­tíð sem að hluta er ó­­­­­upp­­­­­gerð. Ég kynntist stúlku. Stúlkan varð kærasta mín. Kærasta mín er far­­­sæll lista­­­maður og verk hennar vekja á­huga. Fjöl­­­miðlar fjalla um hana og það sem hún gerir. Ég á því ekki venjast og mín verk hafa til þess dags ekki vakið at­hygli fjöl­­­miðla eða flesta þeirra sem þetta lesa. Það hefur breyst,“ skrifaði Kristján á samfélagsmiðlinum í desember síðarliðnum.

- Auglýsing -

„Ég hef mark­visst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðar­enda tek að­eins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niður­­­­­stöðu þess dóms og hef á­frýjað niður­­­­­stöðu hans til Lands­réttar. Þeirra niður­­­­­stöðu bíð ég. Af til­­­lit­­­semi við aðila læt ég vera að fjalla sér­­­stak­­­lega um málið. Þeir sem hafa á því á­huga geta kynnt sér málið og um leið varnir mínar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -