Kristján Jóhannsson útgefandi er látinn.
Útgefandinn og prentarinn Kristján Jóhannsson er fallinn frá 81 árs að aldri. Hann lést 26. október á Landspítalanum en það er mbl.is sem greinir frá.
Kristján var fæddur og uppalinn á Ísafirði. Kristján var brautryðjandi í prentun á Íslandi en hann starfaði við það í tugi ára. Hann stofnaði bæjarblaðið Nesfréttir árið 1988. Útgáfa þess leiddi til útgáfu fleiri svipaðra blaða á höfuðborgarsvæðinu svo sem Vesturbæjarblaðsins og Breiðholtsblaðsins.
Kristján var mikilvægur hlekkur í samfélaginu á Seltjarnarnesi eftir að hann fluttist þangað og sat meðal annars í sóknarnefnd Seltjarneskirkju. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Elísabet Stefánsdóttir og eignuðst þau saman fjögur börn.