„Nei, stopp nú! Það er blýþungt átak að peppa sig inn í þennan mánudag,“ skrifar tónlistarmaðurinn Kristján Freyr Halldórsson á samfélagsmiðilinn Facebook í pistli. Kristján gerir vangetu stjórnvalda til að takast á við vandamál í samfélaginu að umræðuefni en hann telur hreinlega að þingmenn og ráðherrar þurfi einfaldlega að segja af sér.
„Í kjölfar allra þessara þungu frétta af ungu fólkinu okkar síðustu daga, les ég af ömurlegri reynslu foreldra barns í skóla í Mosfellsbæ, heyri svo i fréttum af flutningum ellefu ára gamals barns í hjólastól burt frá landi og í morgunútvarpinu heyri ég spjall félagsfræðings við stjórnendur um það hversu slæmt samfélag við erum að byggja upp hér á landi. Svo kemur ný frétt af mögulega barnsmorði. Yfirvöld hafa sofið á vaktinni, ræða mikið um tískuorðið innviði í stað þess að huga að þeim. Samgöngumál, það félagslega, heilbrigðis- og menntakerfi í lamasessi svo fáeitt sé nefnt og það eina sem gengur vel er að tryggja að það fólk sem er betur efnað en annað hagnist enn frekar,“ skrifar Kristján