Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Kristján Freyr vill að yfirvöld taki ábyrgð á eigin gjörðum: „Við verðum að fá að ýta á RESET“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nei, stopp nú! Það er blýþungt átak að peppa sig inn í þennan mánudag,“ skrifar tónlistarmaðurinn Kristján Freyr Halldórsson á samfélagsmiðilinn Facebook í pistli. Kristján gerir vangetu stjórnvalda til að takast á við vandamál í samfélaginu að umræðuefni en hann telur hreinlega að þingmenn og ráðherrar þurfi einfaldlega að segja af sér.

„Í kjölfar allra þessara þungu frétta af ungu fólkinu okkar síðustu daga, les ég af ömurlegri reynslu foreldra barns í skóla í Mosfellsbæ, heyri svo i fréttum af flutningum ellefu ára gamals barns í hjólastól burt frá landi og í morgunútvarpinu heyri ég spjall félagsfræðings við stjórnendur um það hversu slæmt samfélag við erum að byggja upp hér á landi. Svo kemur ný frétt af mögulega barnsmorði. Yfirvöld hafa sofið á vaktinni, ræða mikið um tískuorðið innviði í stað þess að huga að þeim. Samgöngumál, það félagslega, heilbrigðis- og menntakerfi í lamasessi svo fáeitt sé nefnt og það eina sem gengur vel er að tryggja að það fólk sem er betur efnað en annað hagnist enn frekar,“ skrifar Kristján

„Það liggur við,“ heldur Kristján áfram „Að þetta sé orðin svo mikil klisja hjá fólki að beina spjótum að yfirvöldum, bæta svo innviðafrasanum við og tala um þau ofurefnuðu … en það er það bara alls ekki! Þetta er alls engin klisja. Öll vandamál eru vandamál þeirra sem fara með völdin. Nú þurfum við að fara að koma mennskunni að. Ef ég væri partur af þinginu þá gæti ég ekki séð að ég hafi gert gagn, ef ég stæði mig svona illa í vinnunni þá fyndist mér rétt að segja upp. Þar með talin stjórn sem og stjórnarandstaða. Við verðum að fá að ýta á RESET eins og skot og stokka upp! Og lausnin er ekki að einhver X-D flokkur víki og X-S komist að kjötkötlunum. Það þarf eitthvað miklu meira. Annað hugarfar. Þetta er komið gott!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -