Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kristján hló sig máttlausan yfir Skaupinu: „Hann náði mér helvíti vel þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er gestur Reynis Traustasonar í persónulegu viðtali í þættinum Sjóarinn.

Reynir spurði Kristján út í gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir hvalveiðarnar og nefnir Áramótaskaupið 2023 sem dæmi og spyr hvort þetta taki ekkert á hann.

„Nei,“ svaraði Kristján brosandi og heldur áfram. „Þetta er bara ágætt, hann náði mér helvíti vel þarna [innsk. blm. leikarinn í Skaupinu]. Við hlógum okkur alveg vitlaus þarna. Þannig að þetta fer ekki í pirrurnar á mér sko. En hann var fjári góður, leikarinn, ég man nú ekki hvað hann heitir.“

Reynir spurði svo Kristján út í gagnrýnina og hver sé eiginlega munurinn á því að borða kind, naut eða hval.

„Það er auðvitað enginn munur á því, ég meina, ef þú ætlar að lifa, þarftu að éta eitthvað. Súrefnið í loftinu er ekki nóg fyrir þig.“

Reynir spurði þá hvort Kristján geti skilið þau sjónarmið þeirra sem vilja vernda hvalina.

- Auglýsing -

„Ja, ég meina, þeir mega hafa sín sjónarmið en aðalmálið í þessu er það, hvað mig varðar, að ef þú ert að stunda hvalveiðar, þá sérðu til þess að stofninn verði ekki fyrir það miklu höggi að hann deyji út, að hann endurnýjist. Og hér við Ísland er áætlað að um 40.000 langreiðar séu, í þessum stofni sem við erum að taka úr og kvótinn er eitthvað 150-160 dýr. Það er ekki tæknilegur möguleiki á að þú getir útrýmt þeim. Og Kanarnir láta hæst í þessu en ef þú stúderar hvað er að gerast við austurströnd Bandaríkjanna, þar eru þeir eiginlega að útrýma einni stórri hvalategund sem heitir Northern Right Whale, mjög hægsyndur, fer nálægt ströndinni. Það er talið að það séu um 350-60 dýr eftir. Þeir fara í teinana á krabbagildrunum, vefja þessu utan um sig og draga þetta á eftir sér og drepast. Og svo er þar mikil skipaumferð og þeir lenda á þessum stóru skipum.“

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -