Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Kristján rekinn vegna ummæla um transfólk: „Vitlaust fólk fæðist í réttum líkama“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristjáni Hreinssyni hefur verið sagt upp störfum sem kennari hjá Háskóla Íslands eftir pistil sem hann birti á Facebook síðu sinni. Þar fordæmdi hann umræðu samfélagsins þegar kemur að kynvitund.

„Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama þá verður sá hinn sami að sætta sig við það. Ég vorkenni heimsku fólki og ég á þann kost vænstan að reyna að segja fólki sannleikann.Vandinn liggur ekki í því að rétt fólk fæðist í vitlausum líkama. Vandinn liggur í því að vitlaust fólk fæðist í réttum líkama,“ skrifaði Kristján.

„Nú hefur það gerst. Ég var rekinn úr starfi kennara við Endurmenntun Háskóla Íslands vegna ummæla minna. Í umræðu vegna ummæla minna, sem reyndar fjalla um umræðu á villigötum, er ég sakaður um að ráðast gegn transfólki. En ef grannt er skoðað þá hef ég ekki ráðist að neinum sérstökum hóp, ég hef ráðist gegn umræðuhefð. Ég hef ekki ráðist að neinum einstaklingi. Þvert á móti er ég að reyna að bæta skilning fólks á nokkrum staðreyndum. Fyrsta staðreyndin er sú að við erum öll sérstök – enginn er sérstakari en hinir. Ef einhver er fæddur í röngum líkama, þá erum við öll fædd í röngum líkama. Skilgreiningin „rangur líkami“ er þess eðlis að hún er í sjálfu sér röng. ,,Hvenær er maður fæddur í réttum líkama?“

Ég nefni hvergi í ummælum mínum neinn sérstakan hóp. Ég vil vekja athygli á umræðuhefðinni sem snýst fyrst og fremst um skoðanakúgun. Þeirri kúgun fylgja fordómar og tálsýn sem sótt er í svokallaða pólitíska rétthugsun.
Ég spyr: „Ef mér (Kristjáni Hreinssyni) finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“
Við erum öll hinsegin, við erum öll svona fólk. Við erum öll fædd í röngum líkama. Við höfum bara ekki öll náð að átta okkur á þeirri merkilegu staðreynd.
Fólk hefur ákveðið að skilja orð mín sem árás á tiltekinn hóp. En í þeirri árás hef ég engan þátt tekið. Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þykja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -