Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Kristján vill skaðabætur vegna Svandísar: „Niðurstaða umboðsmanns Alþing­is er af­drátt­ar­laus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Niðurstaða umboðsmanns Alþing­is er af­drátt­ar­laus og skýr um það að ráðherra braut gegn at­vinnu- og eign­ar­rétt­ind­um Hvals og skeytti raun­ar engu um slík sjón­ar­mið. Þetta er kunn­ug­legt stef í stjórn­sýslu ráðherr­ans,“ sagði Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við mbl.is, en tilefni þess var álit Umboðsmanns Alþingis sem birtist í gær. Í því komst umboðsmaðurinn að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi eða hafa nægilega skýra lagastoð þegar hún setti á tímabundið hvalveiðibann í fyrra.

„Hún læt­ur eig­in póli­tísk sjón­ar­mið ráða för hvað sem líður öðrum hags­mun­um, ef þeir eru henni ekki að skapi. Að sjálf­sögðu mun Hval­ur sækja bæt­ur vegna þess stór­fellda tjóns sem fé­lagið og starfs­menn þess hafa orðið fyr­ir,“ sagði Kristján að lokum.

Svandís hefur gefið það út að hún muni ekki segja af sér og segir skýrt að hún hafi ekki brotið lög. „Þetta er ekki lögbrot. Það er algjörlega á hreinu. Það skiptir máli að nota rétt orðalag í þessum málum,“ sagði Svandís í Speglinum á RÚV.

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, og Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, hafa kallað eftir því að Svandís segi af sér ráðherraembætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -