Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kristrún Frostadóttir: „Aðgangur minni fjárfesta að útboðinu gæti falið í sér brot á lögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkonan Kristrún Frostadóttir úr Samfylkingunni er afar gagnrýnin á söluna á hlut í Íslandsbanka – eins og fjöldamargir aðrir – og telur hana alls ekki hafa verið á neinn hátt eðlilega:

„Í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.“ Hægt er að víkja frá „opnu söluferli“ ef rík ástæða er til,“ segir Kristrún og heldur áfram:
„Erfitt er að sjá að slík ástæða hafi verið til staðar ef niðurstaðan úr útboðinu er sú að fjölmörgum litlum fjárfestum var hleypt að sem seldu sig jafnóðum út úr bankanum.“
Kristrún bendir á að „kostnaður af útboðinu er langt umfram það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Ef aðferðin hefði leitt af sér stöðugt, langtímaeignarhald og lágmarkað kostnað hefði það verið annað mál. Enda skilningur flestra á tilboðsleiðinni.“
Hún nefnir einnig að „Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur hjá Yale háskóla, hefur einmitt bent á að aðgangur þessara minni fjárfesta að útboðinu gæti falið í sér brot á umræddum lögum enda ekki rík ástæða þá fyrir lokuðu útboði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -