Flest allt bendir til þess að næsti forsætisráðherra Íslands verði Kristrún Fortadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Heimildir fréttastofu RÚV segja að allt bendi til þess að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra, líkt og hefð er fyrir með þann sem fer með stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar.
RÚV spáir því að Viðreisn fái utanríkisráðuneytið og nefnir að samkvæmt hefðinni fái formaður næst stærsta flokksins í stjórninni fái það ráðuneyti. Ekki þorir RÚV að fullyrða um það hvort Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar muni taka sæti í utanríkisráðuneytinu, eða einhver annar úr hennar röðum. Þá er talið að Inga Sæland verði ráðherra sem fer með félags-, húsnæðis- og vinnumarkaðsmál.
Vel gengur að skrifa stjórnarsáttmálann samkvæmt fréttum en fundur hófst í dag klukkan eitt og funda formennirnir fram eftir degi. Eftir að búið er að skrifa stjórnarsáttmálann verður hann borinn undir þingflokkana þriggja og atkvæðagreiðsla framkvæmd. Sé hann samþykktur er vaninn að boðað sé til blaðamannafundar þar sem sáttmálinn er kynntur og síðan fara formleg stjórnarskipti á Bessastöðum fram á ríkisráðsfundi.