Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir funduðu í gær með forsætisráðherra Palestínu.
Forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir sagði frá því á Facebook í gær að hún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, hefðu fundað með Mohammad Mustafa, forsætisráðherra Palestínu. Segir hún að þær hafi komið á framfæri afstöðu Íslands um virðingu fyrir algjóðalögum og stuðning við palestínsku þjóðina.
Hér má lesa færsluna:
„Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu og tveggja ríkja lausninni. Við Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttum góðan fund í dag með Mohammad Mustafa, forsætisráðherra Palestínu.