Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Kristrún og Þorgerður funduðu með forsætisráðherra Palestínu:„Við komum á framfæri afstöðu Íslands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir funduðu í gær með forsætisráðherra Palestínu.

Forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir sagði frá því á Facebook í gær að hún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, hefðu fundað með Mohammad Mustafa, forsætisráðherra Palestínu. Segir hún að þær hafi komið á framfæri afstöðu Íslands um virðingu fyrir algjóðalögum og stuðning við palestínsku þjóðina.

Hér má lesa færsluna:

„Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu og tveggja ríkja lausninni. Við Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttum góðan fund í dag með Mohammad Mustafa, forsætisráðherra Palestínu.

Við komum á framfæri afstöðu Íslands um virðingu fyrir alþjóðalögum, stuðning við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) og algjöra andstöðu okkar við hugmyndir um þvingaða brottflutninga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -