Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Kristrún segir Jesú áhrifavald sem er bannaður börnum: „En öll mega þau horfa á TikTok?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég tel að kirkjan eigi mikið af sóknarfærum og að við verðum að þora að taka umræðuna. Ég er reiðubúin að taka slagi fyrir kirkjuna og mér er alveg sama þótt mér verði úthúðað á samfélagsmiðlum á meðan ég geri það.“

Þetta sagði Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og nýr fyrsti varaforseti kirkjuþings Þjóðkirkjunnar, í framboðsræðu sinni um helgina. Fréttablaðið greinir frá innihaldi ræðu hennar, sem var ansi sérstök ef marka má blaðið.

Kristrún hefur starfað innan Stjórnarráðsins en í ræðunni sagðist hún hafa fylgst með lagasetningu um trúfélög. „Lögin um trúfélög eru að mínu mat bastarður og Zúistahneykslið segir allt sem segja þarf um það hversu slæm þau lög eru,“ sagði hún.

Því næst sagði Kristrún að þegar hún gæfi fermingarbörnum gjafir þá léti hún ávallt þau orð fylgja með að Jesú væri besti áhrifavaldurinn.  „Og hvers vegna er búið að banna öllum börnum á Íslandi að hafa aðgang að þeim áhrifavaldi? En öll mega þau horfa á TikTok?“

Kristrún kvartaði í ræðunni undan áhrifaleysi kirkjunnar á Íslandi. „Mér hefur fundist erfitt að horfa upp á það sem mér finnst vera stjórnlaust undanhald þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Á síðustu misserum og árum hefur það lagst sífellt meira á minn hug að þjóðkirkjan á Íslandi sé lykil­atriði í því samfélagi sem ég ólst upp í og sem ég vil að afkomendur mínir og Íslendingar framtíðarinnar geti notið,“ sagði Kristrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -