Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Króli segist vera lítið afmælisbarn: „Ég er bara í námi núna og hyggst beita mér að fullu í því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson. Hver er það gæti einhver spurt sig. Nú hann Króli, rappari og leikari. Eru nú 23 ár frá fæðingu hans.

Króli sló fyrst í gegn árið 2017 ásamt Jóhannesi Damian Patrekssyni eða Jóa Pé, með sumarslagaranum B.O.B.A. en ári síðar áttu þeir mest seldu plötu ársins og hlutu þeir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu rappplötu ársins og besta rapplag ársins. Síðan þá hafa þeir haldið áfram að stækka, ýmist í sundur eða saman en Króli stundar nú leiklistarnám við Listaháskóla Íslands.

Mannlíf heyrði í Króla og spurði hann út í afmælisdaginn, hvort og þá hvernig hann ætlaði að halda upp á hann.

„Heyrðu ég er ógnarlítið afmælisbarn. Ætla að klára skrifa greinagerð sem ég á að skila í skólanum, drekka kaffi og kannski spila eitthvað með nánustu fjölskyldu.“

En hvað er afmælisbarnið með að prjónunum á næstunni?

„Ég er bara í námi núna og hyggst beita mér að fullu í því.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Króla til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -