Það er hægt að finna margar góðar eignir í Laugardalnum en lítið er um krúttlegar litlar íbúðir sem henta vel sem fyrsta eign.
Það á þó ekki við um íbúð sem er til sölu í Gnoðarvogi 38 en um er að ræða gullfallega byrjunaríbúð á frábærum stað. Stutt er í bæði Skeifuna og Laugardalinn, krúnudjásn Reykjavíkur. Ásrún Ísleifsdóttir, gæða-, öryggis- og umhverfisstjóri hjá Sky Lagoon, á þetta glæsilega híbýli en hún stafaði áður hjá Directive Games og Össuri. Samkvæmt heimildum Mannlífs er Ásrún að stækka við sig.
Íbúðin er tveggja herbergja endaíbúð á efstu hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Hún er 63,7 fm að stærð, fallegt útsýni er til austurs, vesturs og norðurs. Þá var eldhúsið tekið í gegn árið 2022 og húsið múrað og málað utan ári seinna.
Hana er hægt að eignast fyrir aðeins 54.900.000 króna.