Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

KSÍ kynnir til leiks gráa landsliðstreyju: „Minnir á íslenska slabbið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands kynnti til leiks fyrr í dag nýjar landsliðstreyjur sem karla- og kvennalið Íslands í knattspyrnu munu leika í næstu leikjum. Að venju eru skiptar skoðanir á því þegar ný landsliðstreyja hefur komið út en undanfarin ár hafa í augum margra verið nokkuð döpur þegar kemur að hönnun. Athygli vekur að nýr varabúningur Íslands er grár og segir í tilkynningu KSÍ að það eigi að vísa í eldfjöll og ösku.

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ um treyjurnar hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

PUMA og KSÍ opinbera í dag nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu, sem eru hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga.

Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA.

Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ.

- Auglýsing -

Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025.

 

Image

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -