Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

KSÍ lagði áherslu á að leyna atviki Arons og Eggerts „því annar leikmaðurinn átti kærustu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, lagði áherslu á að leyna frásögn um meint kynferðisbrot landslismannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, vegna þess að „annar leikmaðurinn hefði átt kærustu sem ekki hefði mátt komast að því hvað hefði gerst.“ Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um málefni KSÍ.

Þar kemur fram að aðilar sem tengdust íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafi vitað af meintu broti og að „eitthvað sem átti ekki að gerast hafi gerst í þessari ferð“ án þess að þeir hinir sömu teldur sig „geta fullyrt hvað hefði gerst.“ Úttektarnefndir ritar að svona hafi málið litið út samkvæmt frásögnum starfsmanna:

Það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér.

Í viðtali við nefndina viðurkenndi Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, að Aron Einar hafi minnst á atvikið að fyrra bragði við hann í símtali í júlímánuði síðastliðnum. Viðurkenndi Aron þá að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en neitaði því að hafa beitt hana ofbeldi. Svona segir í skýrslunni:

„Að sögn Guðna sagði C að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við Z ásamt öðrum leikmanni en hafnaði því alfarið að þeir hefðu brotið á henni. Mun C hafa látið svo um mælt við Guðna að lýsingin væri ekki í samræmi við hans upplifun og að hann ætlaði ekki að játa á sig eitthvað sem hann hefði ekki gert.“

Mannlíf opnaði á mál Arons og Eggerts síðastliðið sumar þegar greint var frá frásögn konu sem steig fram í opinni fræslu sem fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar af hendi tveggja landsliðsmanna.

Sjá einnig:

Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

- Auglýsing -

 

„Ég ligg andvaka, get ekki hætt að hugsa um alla sem hafa þurft að upplifa það sama og ég. Upplifa skömm, reiði, sorg, uppgjöf, vantrú á sínar eigin tilfinningar og upplifanir“.

- Auglýsing -

Á þessum orðum hefst frásögn konunnar en hún treysti sér hvorki til að nafngreina þá né koma fram undir nafni.

Konan segir að atvikið hafi átt sér stað árið 2010 af tveimur íslenskum mönnum en atvikið átti sér stað erlendis. Hún segist hafa verið að skemmta sér og hefur þá grunaða um að hafa sett eitthvað út í glasið sitt. „Ég ældi yfir annan þeirra í leigubílnum á leið á hótelið þeirra, svo aftur í rúmið á hótelinu en þeir létu það ekki stoppa sig og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum“.

Hún segir frá því að það fyrsta sem annar mannanna hafi sagt við hana daginn eftir hafi verið „Vóóó ekki kæra mig fyrir nauðgun“ og hló. Hún segir að þó það séu nærri liðin 11 ár frá atvikinu komi ekki sá dagur að þetta skjóti ekki upp kollinum í huga hennar. „Þetta rændi mig svo mörgu. Sjálfstraustinu, gleðinni, tækifærum og upplifunum“.

Þá segir konan að staðið hafi til að kæra mennina og hún var komin með lögfræðing, fór í skýrslutöku hjá lögreglu en hvar sem hún kom var henni tjáð það að þetta væri mjög erfitt mál, annað land og þeir tveir gegn mér.  Hún var einnig spurð um það hvort hún væri viss um að hún vildi leggja þetta á sig. „Eftir margra mánaða bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega. Þessir menn voru þekktir, annar þeirra þjóðþekktur í dag“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -