Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

KSÍ segir áfengissölu sambandsins vera jákvæða: „Sjálfsögð þjónusta við fólkið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands vill halda áfram að selja áfengi á landsleikjum samkvæmt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra KSÍ.

Samkvæmt umboðsmanni barna kallaði Reykjavíkurborg eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum í sumar varðandi hvort breyta ætti eða fella niður reglur borgarinnar sem banna áfengissölu í íþróttamannvirkjum.

Selt áfengi frá 2022

„Áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði eru bannaðar. Undir þetta ákvæði falla áfengisveitingar fyrir eða eftir íþróttaviðburð eða á meðan á honum stendur,“ segir í reglunum en KSÍ hefur frá því árinu 2022 selt áfengi á knattspyrnulandsleikjum.

Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn um málið þar sem segir að breyting eða niðurfelling á þessum reglum samrýmist ekki bestu hagsmunum barna. „Umboðsmaður barna telur alls ekki að fella eigi ákvæði 11. gr. niður eða breyta því. Ákvæðið leggur bann við veitingu áfengis í íþróttamannvirkjum og telur umboðsmaður ekki undir neinum kringumstæðum að breytingar, sem hafa í för með sér aukna áfengisneyslu eða áfengisveitingar á íþróttaviðburðum þar sem börn eru viðstödd eða taka þátt, geti samrýmst þeirra bestu hagsmunum.“

Fara eftir lögum

Mannlíf sendi nokkrar spurningar á Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra KSÍ, sem snúa að þessu máli en þeim var ekki svarað beint. Meðal þess sem spurt var um var hvernig það samræmist lýðheilsu sjónarmiðum KSÍ að selja áfengi og hvort KSÍ hafi sent frá sér umsögn um málið og hvað hafi staðið í þeirri umsögn.

Staðan er sú að vallargestir hafa getað keypt sér bjór á landsleikjum síðan haustið 2022. Reynslan af því hefur verið mjög jákvæð og mikil ánægja með þá þjónustu og þann valkost. KSÍ hefur sem fyrr sótt um viðeigandi leyfi til þar til bærra aðila, það styttist í næstu landsleiki og við bíðum niðurstöðu. Við förum auðvitað bara að lögum og höfum fulla trú á því að leyfið verði veitt, eins og á ýmsum öðrum viðburðum í Reykjavík og víðar, eins og til dæmis tónleikum, enda sjálfsögð þjónusta við fólkið sem sækir viðburðina,“ sagði framkvæmdastjórinn í svari sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -