Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

KSÍ svarar engu um ásakanir Jóhanns: „KSÍ stakk okk­ur illa í bakið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Gunnarsson, knattspyrnuþjálfari, sakaði um helgina KSÍ um að mismuna leikmönnum.

Jóhann Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Þórs/KA, var mjög ósáttur með tap liðsins móti Þrótti þann 29. júlí í viðtali við mbl.is. Ekki einungis var hann ósáttur við spilamennsku liðsins heldur var hann gríðarlega ósáttur með KSÍ. Forsaga málsins er sú að tveir af bestu leikmönnum liðsins eru að spila á HM sem fer fram þessa stundina. Jóhann vill meina að KSÍ komi ekki til móts við þær eða Þór/KA í þessu máli og hefur liðið ekki fengið neinum leikjum frestað.

„Ef þær kom­ast upp úr riðlin­um og í 16-liða úr­slit þá yrði það frá­bært fyr­ir þær en hrika­legt fyr­ir okk­ur. Þess­ir tveir leik­ir sem við höf­um spilað án þeirra hefðu ekki átt að fara fram. KSÍ stakk okk­ur illa í bakið með það og mis­mun­ar fé­lög­um mjög illa. Við skilj­um það ekki og fáum eng­in svör af hverju þetta er svona,“ er meðal þess sem Jóhann sagði.

Hægt er að lesa nánar um málið hér

Mannlíf hafði samband við KSÍ um helgina til að fá þeirra hlið á málinu. Rúmum tveimur sólarhringum síðar hefur ekki borist svar frá KSÍ.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -