Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

KSÍ vill ekki ræða mögulega áfrýjun á máli Alberts: „Ekkert mál í gangi gagnvart leikmanninum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og greint var frá fyrr í dag liggur ekki fyrir hvort að konan sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot muni áfrýja niðurfellingu málsins.

Samkvæmt reglum KSÍ mátti ekki velja Albert í íslenska landsliðið meðan meðferð málsins stóð yfir en eins og staðan er núna er Albert gjaldgengur í landsliðið. Konan sem kærði Albert þarf að taka hvort hún vill áfrýja niðurfellingu málsins og hefur hún til 22. mars til að taka þá ákvörðun. Samkvæmt lögmanni hennar hefur sú ákvörðun ekki verið tekin.

Á föstudaginn verður valinn nýr hópur sem mætir Ísrael í landsleik 21. mars og er búist við því að Albert verði valinn í hópinn. Mannlíf sendi fyrirspurn á KSÍ til að fá upplýsingar um hvernig yrði tekið á því ef máli Alberts yrði áfrýjað eftir að hópurinn hefur verið tilkynntur og hann hluti af þeim hópi.

„Staðreyndin er að það er ekkert mál í gangi gagnvart leikmanninum og hann er því gjaldgengur í landsliðið,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í svari til Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -