Brynjar Níelsson segir kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði í færslu sem hann skrifaði á Facebook. Segir hann margt hafa komið honum á óvart í ráðuneytinu.
Segir fráfarandi astoðarmaður Jóns Gunnarssonar, Brynjar Níelsson í færslu sinni að margar „Soffíur“ vinni í dómsmálaráðuneytingu og að þar séu allir til þjónustu reiðubúnir. Segir hann muni sakna starfsfólksins en að hann sitji uppi með Jón ævilangt.
Færslan í heild sinni:
„Ég kveð dómsmálaráðuneytið með söknuði. Þeir sem trúa að þeir séu með ríkari réttlætiskennd en aðrir og gjarnan í andnauð yfir eigin manngæsku mótmæltu kröftuglega komu Jóns í ráðuneytið og fóru á stað með undirskriftalista þegar þeir sáu hver ætti að aðstoða hann. Nú ætti þetta fólk að geta litið glaðan dag aftur.