Miðvikudagur 5. mars, 2025
2.8 C
Reykjavik

Konur og kvár efna til baráttufundar gegn hernaði og nýlenduhyggju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konur og kvár safnast saman á Arnarhóli kl 13 og ganga fylktu liði sem leið liggur í IÐNÓ þar sem haldinn verður baráttufundur. Yfirskriftin í ár er „gegn hernaði og nýlenduhyggju“ en breiður hópur kvenna heldur ræður og verða með tónlistaratriði.

Áttundi mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum. Í ár er sjónum beint að þeirri hernaðar-og nýlenduhyggju sem einkennt hefur heimsmálin síðustu misseri. Þar er skemmst að minnast herskárra yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um yfirtöku á Grænlandi og Gaza.

Í fréttatilkynningu segir:

„Við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Við krefjumst þess að allar konur njóti frelsis og mannréttinda án mismununar. Baráttan fyrir friði er kvennabarátta því stríð eru yfirleitt hafin af karlmönnum en hafa ekki síst áhrif á konur og börn. Konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni og 8. mars setjum við frið og réttlæti aftur á dagskrá!“

Að fundinum standa:
Alþjóðlegur jafnréttisskóli GRÓ GEST
Efling
Feminísk Fjármál
Félagið Ísland Palestína
Félagsráðgjafafélag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofan
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
No Borders

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -