Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.1 C
Reykjavik

Kvikmyndagerðarmenn brjálaðir út í fréttamann RÚV: „Svakalega ósmekklegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Örnólfsdóttir sagði Hallgrím sýna handritshöfundum skilningsleysi.

Handritishöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir sagði frá því færslu á Facebook að hún væri mjög ósátt við orð Hallgríms Indriðason, fréttamanns RÚV, í þættinum Heimkviðum sem er útvarpað á Rás 1. Þar sagði Hallgrímur eftirfarandi um verkfall handritshöfunda í Hollywood:

„Handritshöfundar eru, eins og nafnið gefur til kynna, þeir sem skrifa setningarnar ofan í leikarana – hvort sem þetta eru hnyttin tilsvör í gamanþáttum eða dramatísk skilaboð í stórmyndum.“

Óhætt er að segja að Margrét sé gífurlega ósátt við þessi orð Hallgríms og taldi þau svakalega ósmekkleg. „Öööö, nei… Hallgrímur Indriðason,“ sagði Margrét. „Handritshöfundar skapa söguna sem á að segja hverju sinni – söguheiminn, persónurnar, atburðarásina, andrúmsloftið, átökin, vendingarnar, skilaboðin… – og leggja þannig grunninn sem allir aðrir sem koma að gerð kvikmyndarinnar byggja á.
Handritshöfundur lýsir öllu sem sést, heyrist, gerist, er sagt í kvikmyndinni. Hann skrifar auðvitað líka samtölin, en ef það væri ekkert umfram það hefðu leikararnir ekkert að byggja á í sinni vinnu, leikstjórarnir engu að leikstýra o.s.frv,“ hélt hún áfram.

„Orðalagið að „skrifa setningar ofan í leikarana…“ er síðan alveg svakalega ósmekklegt og lýsir miklu skilningsleysi á bæði vinnu leikara og handritshöfunda.“

Margir af þekkustu handritshöfundum og kvikmyndargerðarmönnum taka undir með Margréti í athugasemdakerfinu. „Var þessum manni kippt köldum inn af götunni til að ræða þetta eða er þetta útvarpsmaður valinn til að fjalla um viðfangsefnið? Ef um hið síðara er að ræða þarf augljóslega eitthvað að skerpa á starfskröfum á RÚV,“ sagði Ragnar Bragason.

- Auglýsing -

„Úff einmitt, ég hjó eftir þessu og öskraði NEEEIII!!! á útvarpið. Þetta er eins og að halda því fram að útvarpsmenn í „fréttaskýringaþætti sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin“ mæti óundirbúnir í vinnuna, kveiki á mæknum og byrji bara að tala…,“ sagði Óskar Jónasson.

Hægt er að lesa alla umræðuna hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -