Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kvikustrókar allt að hundrað metra háir – „Ekkert túristagos“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurstofa Íslands hefur gefið út áætlaða staðsetningu gossprungunnar á Reykjanesskaga. Eldgosið hóst klukkan 22.17 í kvöld. Aðdragandinn var mjög snarpur og kom sérfræðingum töluvert á óvart. Eldgosið er talið stærra en fyrri gos.

„Það kom okkur töluvert á óvart,“ sagði Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofunni í aukafréttatíma RÚV.

Fyrstu upplýsingar benda á að  sprungan sé um það bil 2800 metra löng og gæti náð yfir vatnaskilin með þeim afleiðingum að kvikan getur flætt í tvær áttir.

Í augnablikinu rennur hraunið til norðurs. Gasmegnun er töluverð á svæðinu.

Víðir Reynisson bendir á að ekki sé um að ræða túristagos þar sem stærð þess er töluvert stærri en fyrri gos og aðstæður óljósar.

 

mynd/Veðurstofa Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -