Veðurstofa Íslands hefur gefið út áætlaða staðsetningu gossprungunnar á Reykjanesskaga. Eldgosið hóst klukkan 22.17 í kvöld. Aðdragandinn var mjög snarpur og kom sérfræðingum töluvert á óvart. Eldgosið er talið stærra en fyrri gos.
„Það kom okkur töluvert á óvart,“ sagði Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofunni í aukafréttatíma RÚV.
Fyrstu upplýsingar benda á að sprungan sé um það bil 2800 metra löng og gæti náð yfir vatnaskilin með þeim afleiðingum að kvikan getur flætt í tvær áttir.
Í augnablikinu rennur hraunið til norðurs. Gasmegnun er töluverð á svæðinu.
Víðir Reynisson bendir á að ekki sé um að ræða túristagos þar sem stærð þess er töluvert stærri en fyrri gos og aðstæður óljósar.