Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir á Facebook að sú upplifun að synda með hnúfubökum sé engu lík. Það gerði hann nýlega og segist hann ekki muna gleyma þeirri upplifun í bráð.
„Í sumar hafa þrir hnúfubakar glatt okkur í Arnarfirði. Í gær var svartalogn á firðinum og engin innlögn – og því kjöraðstæður að stinga sér til sunds með þessum konungum sjávarins. Við sigldum á bát Gumma & Fríðu á Bíldudal en líka á smábát góðs vinar, Gísla Ægis á Vegamótum. Með í för var rannsóknarteymi mitt, 10 nemar,“ lýsir Tómas.
„Hnúfubakarnir þrír glöddu okkur í næstum 2 klst. og við Sigurður Ingi tókum fjóra sundtúra í svölum sjónum. Í einu tilviki synti ég bókstaflega ofan á einum þeirra og fann fyrir gusunum af bægslinu. Það liðu ca. 4 mínútur á milli þess sem hvalirnir sýndu sig – og þá tóku Gísli Ægir og Sigurður Ingi lagið – meðal annars Kátir voru karla og Hafið og landið með Fjallabræðrum. Tala um hvalaskoðun á sterum. Einhver eftirminnilegasti dagur ævi minnar – og örugglega hinna líka.“