Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Lækna-Tómas: „Rasssæri læknað með ormalyfi- Ivermectin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir við Landspítalann eða Lækna-Tómas eins og hann er svo oft kallaður segist vera byrjaður að nota Ivermectin lyfið sem Trump mældi með um árið, í baráttunni við Covid. Það kunn þó ekki að vera útaf Covid hjá Lækna-Tómasi og vini hans, heldur útaf fjallahjólahelgi.

Tómas hefur talað um hvað hann er mikið fyrir útivist, en hann hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður um áratuga skeið, nú síðast í fjallaskíða- og jöklaferðum fyrir Ferðafélag Íslands. Hann er þekktur fyrir náttúruverndarbaráttu sína.

Tómas kemst skemmtilga að orði eins og svo oft áður, þegar hann lýsir reynslu sinni eftir hjólahelgina.

Á síðu sinni segir hann:

„Rasssæri læknað með ormalyfi

Eins og búast mátti við þá er undirvagninn á okkur Magnúsi Karli aumur eftir stífa fjallahjólahelgi fyrir Westan. „Eins og að fæða tvíbura?“ spurði einhver okkur – en slíkt höfum við ekki reynt á eigin skinni.

- Auglýsing -

Leitaði að Xylocain-staðdeyfikremi fyrir lyfjaprófessorinn – en fann hvergi. Í staðinn mundi ég eftir sendingu frá ónefndum varaþingmanni með túbu af ormalyfinu Ivermectin.

Í leiðbeiningum sem fylgdu er tekið fram að öllum sé frjálst að nota lyfið eins og þeim sýnist – inn- og/eða útvortis – og það lækni alla kvilla, m.a. Covid-19 eins og hjá Trump. Nú erum við Maggi ekki með Covid en við lofum að skrá samviskulega niður aukverkanir af þessari tilrauna-ábendingu lyfsins.

Neitum hins vegar að senda undirritað svar til varaþingmannsins hvort við höfum móttekið túbuna – og notað innihaldið!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -