Bjartsýni ríkir í samningaviðræðum í kjaradeilu lækna við ríkið en samkvæmt Steinunni Þórðardóttir, formanni Læknafélags Íslands, verður líklega fundað í allan dag.
„Það er mjög góður gangur og það er vinna hér úti um allt og vaxandi bjartsýni að við séum að ná að hnýta þessa lausu enda sem eru svolítið viðamiklir. Þetta eru flóknar breytingar og fjölbreyttur hópur sem er undir en vinnan er í fullum gangi,“ sagði hún við Vísi um málið.
Lokahönd sé verið að leggja á samninga og er lögð áhersla á betri vinnutíma og styttingu vinnuviku.
Steinunn segir að mögulega verið skrifað undir kjarasamning í dag en læknar höfðu boðað til verkfalls en því hefur nú verið frestað. Læknar hafa verið samningslausir í marga mánuði.