Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun Jóns Gunnarssonar að leyfa lögreglumönnum að bera rafbyssur við skyldustörf sín. Kristinn Hrafnsson er einn þeirra.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði færsu á dögunum á Facebook þar sem hann segir það „endemis þvætting“ í dómsmálaráðherra að „ástandið í samfélaginu kalli á slíkt“, að lögreglumenn þurfi að bera rafbyssur. Lætur kjarnyrti ritstjórinn dómsmálaráðherra finna til tevatnsins í færslunni. Hana má lesa í heild hér fyrir neðan:
„Endemis þvættingur. „..ástandið í samfélaginu kalli á slíkt“. Þetta er uppgjöf í ætt við þá stefnu brjálæðinga að telja bestu leiðina til að tryggja frið og frelsi í löndum að sprengja þau í tætlur. Þetta vopna- og persónunjósnablæti Sjálfstæðisflokksins verður að stöðva. Þessi skuggalega tilhneiging að magna upp ótta í samfélaginu er á skjön við hlutverk ríkisvaldsins. Sendið dómsmáláðherrann upp að töflu til að skrifa þar hundað sinnum: MITT HLUTVERK ER AÐ TRYGGJA ÖRYGGI LANDSMANNA EKKI MAGNA UPP ÓÖRYGGI ÞEIRRA MEÐ ÓTTABOÐSKAP.“