Þriðjudagur 11. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Lætur Jón Magnússon fá það óþvegið: „Að misnota dauða barns í pólitískum tilgangi er siðlaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karen Kjartansdóttir lætur Jón Magnússon fá það óþvegið fyrir að hafa gefið í skyn að hnífaáárásin á Menningarnótt hefði verið á ábyrgð útlendinga.

Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést í hnífstunguárásinni á Menningarnótt í sumar, opnuðu sig um harmleikinn í Kompási í gær en stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem henni er umhugað um umræðuna sem skapaðist eftir árásina og þá sérstaklega færsla Jóns Magnússonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Í færslunni gefur Jón í skyn að aukinn fjöldi útlendinga, sérstaklega utan Evrópu, beri ábyrgð á árásinni á Menningarnótt. Karen skrifaði:

„Eftir að Bryndís Klara var stungin til bana á Menningarnótt og tvö önnur börn hlutu alvarlega áverka skrifaði stjórnmálamaðurinn Jón Magnússon færslu þar sem hann gaf í skyn að fjölmenning og útlendingar bæru ábyrgð á ofbeldinu. Hann dreifði færslunni víða til að villa um fyrir fólki – ekki vegna staðreynda, heldur vegna þess að eitt fórnarlambanna, 14 ára drengur, var af erlendum uppruna.

Gerandinn var íslenskur drengur. Þessi harmleikur hafði ekkert með fjölmenningu að gera. Að misnota dauða barns til að kynda undir ótta og sundrungu í pólitískum tilgangi er siðlaust.“

Bendir hún að lokum á að Jón hafi verið skipaður í 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í síðustu kosningum og bætir við að Ísland þurfi á betra stjórnmálafólki að halda.

„Stuttu síðar var Jón skipaður í 6. sæti stjórnmálaflokks í Reykjavík.

- Auglýsing -

Við þurfum stjórnmálafólk sem vinnur með staðreyndir, leitar lausna og stuðlar að samstöðu – ekki fólk sem notar harmleiki sem snerta börn til að ala á fordómum og sundrungu með rangfærslum.“

Í færslunni birti Karen eftirarandi skjáskot af færslu Jóns Magnússonar:


- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -