Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Lætur stjórnmálamenn heyra það: „Er pólitíkin í landinu orðin algjörlega og gjörsamlega steingeld?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson er búinn að fá sig algjörlega fullsaddan af stjórnmálafólki á Íslandi.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði harðorða færslu á Facebook í dag þar sem hann rífur í sig stjórnmálafólk á landinu en hann spyr hvor pólitíkin í landinu sé „orðin algjörlega og gjörsamlega steingeld.“

Tekur Björn fyrir húsaleigubætur og vilja Eflingar til að sækja þær til vinnuveitenda á sínu félagssvæði. Segir hann að það sé ekki vinnuveitenda að greiða slíkar bætur heldur stjórnmálamanna en vilji sé það eina sem þurfi svo eitthvað verði gert til að hækka húsaleigubæturnar. Ekki sleppur stjórnarandstaðan undan orðahríð Björns en hann segir hana „grútmáttlausa“.

Færsluna má líta augum í heild sinni hér fyrir neðan:

„Er pólitíkin í landinu orðin algjörlega og gjörsamlega steingeld?

Viku eftir viku glymur í öllum fjölmiðlum að Efling vilji sækja húsaleigubætur til vinnuveitenda á sínu félagssvæði.
Sem þeir hafna, enda er það ekki atvinnulífsins að greiða húsaleigubætur.
**********
Ríkisstjórnin og sveitarstjórnir ákveða að greiða slíkar bætur – eða sleppa því.
Ríkisstjórnin hefur endalausa tekjumöguleika í gegn um skattakerfið.
Hún getur auðveldlega hækkað húsnæðis- og húsaleigubætur ef hún vill!
Þarf ekki einu sinni neina skattpíningu til!
Hún getur hækkað skattinn á fjármagnstekjur úr 22% í 25% og hækkað veiðigjöldin á útgerðirnar sem stunda uppsjávarveiðarnar og greiða fjandakornið ekki neitt til samfélagsins fyrir aðganginn að auðlindinni, en græða stjarnfræðilegar upphæðir!
**********
Hvers vegna eru þingmenn og ráðherrar ekki á þönum til að koma til móts við þau vandræði sem húsaleiguokrið er að skapa í þjóðfélaginu, ekki bara hjá Eflingarfólki, heldur hjá öllum sem eru að greiða fyrir húsnæði, til að reyna að eignast það eða sem leigu.
Vopnin, úrræðin, eru öll til staðar.
Vilji er allt sem þarf.
Ég fæ ekki betur séð en að stjórnarandstaðan sé jafn grútmáttlaus í þessu máli og ríkisstjórnin.
Þegar bráðvantar peninga úr ríkissjóði til að leysa mál sem þessi – samfélagsleg mein – er afleitt að hafa þar við völd fólk með algjöra skattafóbíu, fólk sem alltaf skríður í duftinu til að sleikja fætur hinna ofurríku.
Þannig er staðan núna og hún gjörsamlega blasir við!
Ætlið þið stjórnmálamenn að vera aumingjar áfram – eða ætlið þið að gera eitthvað í málinu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -