Björn Birgisson er búinn að fá sig algjörlega fullsaddan af stjórnmálafólki á Íslandi.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði harðorða færslu á Facebook í dag þar sem hann rífur í sig stjórnmálafólk á landinu en hann spyr hvor pólitíkin í landinu sé „orðin algjörlega og gjörsamlega steingeld.“
Tekur Björn fyrir húsaleigubætur og vilja Eflingar til að sækja þær til vinnuveitenda á sínu félagssvæði. Segir hann að það sé ekki vinnuveitenda að greiða slíkar bætur heldur stjórnmálamanna en vilji sé það eina sem þurfi svo eitthvað verði gert til að hækka húsaleigubæturnar. Ekki sleppur stjórnarandstaðan undan orðahríð Björns en hann segir hana „grútmáttlausa“.
Færsluna má líta augum í heild sinni hér fyrir neðan:
„Er pólitíkin í landinu orðin algjörlega og gjörsamlega steingeld?