Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Landhelgisgæslan æfir björgun úr þyrlu í vatni – Myndskeið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa nú björgun úr þyrlu í vatni í hollensku borginni Rotterdam.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar verða allar þyrluáhafnir Gæslunnar að gangast undir svokallaða HUET-þjálfu, með reglulegu millibili en það á jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Stefnumarkið er að allir um borð séu undir það búnir að komast úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni.

Fram kemur á heimasíðunni að þjálfun sé bæði bókleg og verkleg en í verklega þættinum kemur áhöfnin sér fyrir í þyrlulíkani. Líkaninu er svo slakað niður í sundlaug. Til að byrja með er það gert í rólegheitunum en svo eykst hraðinn. Því næst er líkaninu velt og að lokum er æfingin gerð í myrkri. Er þetta gert til að líkja eftir sem raunverulegustu aðstæðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af æfingunum sem hafa farið fram í Rotterdam í vikunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -