Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Landhelgisgæslan þjálfar úkraínska hermenn: „Stolt að því að við getum lagt okkar af mörkum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Litháen hófst í vikunni þjálfun úkraínskra hermanna á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar en um er að ræða samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litháen. Íslenskir sprengjusérfræðingar eru meðal þeirra sem taka þátt í þjálfuninni.

Fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins að markmið verkefnisins sé að gera hjálpa úkraínska hernum að finna og eyða ósprungnum sprengju í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússlands. Talið er að ósprungnar sprengjur af ýmsum tegundum sé að finna á allt að fimmtungi landssvæðis Úkraínu. Er þjálfunin liður í því að styrkja varanrsveitir Úkraínu og um leið draga úr hættu á að íbúar landsins skaðist.

„Eftir að hafa séð með eigin augum eyðilegginguna og hörmungarnar sem sprengjuárásir Rússa hafa valdið almenningi í Úkraínu er ég stolt að því að við getum lagt okkar af mörkum á sviði sem Ísland hefur sérþekkingu á í samstarfi við okkar nánustu samstarfsríki,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra en hún kynnti verkefnatillögu um þetta málefni á ráðstefnu um stuðning við öryggi og varnir Úkraínu í Kaupmannahöfn í fyrrasumar.

Utanríkisráðuneytið hefur annast undirbúning og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við sérfræðinga séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar en þeir hafa að undanförnum árum sinnt verkefnum á vegum Atlantshafsbandalagsins á sviði þjálfunar sprengjusérfræðinga, meðal annars í Jórdaníu og Írak.

Stefnt er að því að ljúka að minnsta kosti fjórum kennslulotum á þessu ári en hver lota stendur yfir í fimm vikur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -