Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við strendur Íslands, á morgun verður stórstreymt.
Vakin er athygli á heimasíðu Landhelgisgæslunnar að á morgun verði stórsteymt og sjávarstaðan því há næstu daga. Þá geri veðurspár samhliða, ráð fyrir suðvestan stormi á öllum miðum og djúpum auk mikillar ölduhæðar suður og vestur af landinu.
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á sunnan- og vestanverðu landinu en má reikna með þungu brimi við ströndina, að því er fram kemur á vef Gæslunnar, auk þess sem áhlaðandi vegna veðursins og sjólags auki enn meira við sjávarhæð sunnan- og vestanlands.
Hvetur því Landhelgisgæslan til aðgæslu við ströndina þar sem áhrifa sjógangs og aukinnar sjávarhæðar gætir og að hugað verði sérstaklega að skipum og bátum í höfnum.