Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Landið er lamað vegna veðurs – „Vinsamlegast ekki leggja af stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestar leiðir á Reykjanesskaga eru lokaðar vegna óveðurs sem nú gengur yfir landið. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða um landið.

Reykjanesbraut hefur verið lokað frá Hafnarfirði alla leið að flugstöðinni og fjöldi fólks situr fast á Keflavíkurflugvelli. Öllu Ameríkuflugi var aflýst í nótt en annað flug er á áætlun, í það minnsta enn sem komið er þótt ófært sé milli höfuðborgarinnar og flugvallarins.

Fylgd­arakst­ur er að hefjast frá Hafnar­f­irði til Kefla­vík­ur og eins frá Kefla­vík til Hafn­ar­fjarðar. Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar en Reykja­nes­braut er lokuð vegna veðurs. Löng bílaröð hef­ur mynd­ast við ál­verið í Straums­vík.

Grindavíkurvegur er lokaður eins og flestar leiðir á Reykjanesskaga. Krýsuvíkurvegur er lokaður, Nesvegur eru ófær og lokað er um Mosfellsheiði. Þá hefur Hellisheiði verið lokað og eins vegurinn milli Selfoss og Hveragerðis eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Varað er við hálku í Þrengslunum en leiðin er opin. 

Norðaustan hvassviðri gengur yfir landið sunnanvert. Að suðausturlandinu tók gildi appelsínugul viðvörun.

- Auglýsing -
Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk einfaldlega við ferðalögum:
„Færðin á svæðinu er alls ekki góð og hafa einstaklingar á illa búnum bifreiðum fest sig á flestum stofnbrautum svæðisins. þetta er sama sagan sem er sögð ítrekað – þessar bifreiðar valda í kjölfarið miklum vandræðum. Vinsamlegast ekki leggja af stað á illa búnum bifreiðum. Jafnvel snjóruðningstæki eru að lenda í vandræðum!,“ segir í tilkyningu lögreglunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -