Þriðjudagur 18. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Landris heldur áfram undir Svartsengi: „Bú­umst við því að fyr­ir­var­inn verði mjög stutt­ur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirvarinn á næsta gosi í Sundhnúkagígaröðinni verður mjög stuttur að mati náttúruvársérfræðings.

Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Ísland hefur staðan á Sundhnúkagígaröðinni lítið breyst síðustu daga en áfram eru taldar líkur á eldgosi.

Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir mbl.is að þó að skjálftavirknin á svæðinu sé mjög takmörkuð, haldi landris og kvikusöfnun áfram undir Svartsengi.

Aðspurt hvort einhverjar breytingar hafi orðið í borholum HS Orku, sem gerðu viðvart um síðustu tvö eldgosin á svæðinu segir Elísabet ekki svo vera.

„Nei. Við fylgj­umst grannt með þeim all­an sól­ar­hring­inn og það er ekki að sjá nein­ar breyt­ing­ar. Þá höf­um við bætt við ljós­leiðara til auka vökt­un á jarðhrær­ing­um og í svona góðu veðri eins og er núna höf­um við með ágæta yf­ir­sýn yfir alla mæla,“ seg­ir hún.

Að hennar sögn er ómögulegt að segja til um hvenær muni fara að gjósa á Sundhnúkagígaröðinni en Veðurstofan telur enn hættu á eldgosi vera til staðar en ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi á Reykjanesskaga 30. janúar.

- Auglýsing -

„Það get­ur farið að gjósa á morg­un eða eft­ir tvær vik­ur en við bú­umst við því að fyr­ir­var­inn verði mjög stutt­ur,“ seg­ir hún.

Þann 9. desember lauk sjöunda eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni frá því í desember 2023.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -