Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Landsbankinn varar viðskiptavini við svikasíðu: „Fólk var lokkað inn á falsaða innskráningarsíðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsbankinn hefur gefið út tilkynningu þar sem hann varar viðskiptavini sína við netsvikum í nafni bankans. Óprúttnir aðilar hafa auglýst falsaða innskráningarsíðu á samfélagsmiðlum og víðar á internetinu og lokkað fólk til að skrá sig inn. Einhverjir viðskiptavinir slógu inn notendanafn og lykilorðið og þar með voru þær upplýsingar komnar í hendur svikaranna. Í kjölfar þess eru viðskiptavinirnir beðnir um að auðkenna sig.

Varast skal því að auðkenna sig eða veita samþykki fyrir millifærslu nema þú sannanlega ætlir þér að millifæra.

Ítrekar Landsbankinn fyrir viðskiptavinum sínum að:

  • Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir.  
  • Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn.
  • Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið.
  • Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. 
  • Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum.
    Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -