Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Landsliðshópur Íslands fyrir EM tilkynntur: „Mæta svo stinnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfara karlaliðsins í handbolta, tilkynnti fyrr í dag hvaða leikmenn myndu fara á EM í handbolta en það fer fram í janúar í Þýskalandi. Ísland mun hefði undirbúning hérlendis og halda svo til Austurríki og keppa þar æfingaleiki við Austurríki. Athygli vekur að Andri Már Rúnarsson, leikmaður Leipzig í Þýskalandi, er í hópnum en hann hefur ekki spilað landsleik hingað til.

„Þeir eru flestir bara á flottum stað og líta ágætlega út og láta vel að sér. Segjast allir vera í dúndur standi og heilir heilsu en það á ennþá eitthvað eftir að gerast. Vonandi komast þeir bara í gegnum þessa síðustu leiki og halda góð jól með sínum nánustu og mæta svo stinnir með mér 27,“ sagði Snorri í viðtali við RÚV fyrr í dag.

Markverðir

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1)

Aðrir leikmenn

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94)
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig Handball (0/0)
Aron Pálmarsson, FH (168/644)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113)
Haukar Þrastarsson, Barlinek Industria Kielce (23/28)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/35)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -