Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu bíða spenntir eftir fréttum um hver verður næsti landsliðsþjálfari en þrír einstaklingar voru boðaðir í viðtöl. Vitað er til að Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson voru boðaðir í viðtal og þá er talið líklegt að Per Mathias Högmo hafi fengið boð en hann hefur þjálfað stórlið á Norðurlöndunum og norska landsliðið.
Næsti þjálfari mun taka við starfinu af Åge Hareide en hann er hættur alfarið knattspyrnuþjálfun. Hann var landsliðsþjálfari frá apríl 2023 til nóvember 2024. Talið er líklegast að Freyr Alexandersson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Mannlíf sendi fyrirspurn á Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra KSÍ, til að spyrjast fyrir hvernig þau mál standa. „Vonandi skýrast þjálfaramálin fljótlega en þau eru í vinnslu,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þá sagði hann einnig að stefnt væri að framkvæmdum við Laugardalsvöll ljúki í byrjun júní og það væri allt samkvæmt áætlun.
Þá spurði Mannlíf einnig hvort einhverjar skipulagsbreytingar yrðu gerðar innan á KSÍ en slíkt er Eysteinn tók við sem framkvæmdastjóri fyrri part 2024. „Það er ekki stórar breytingar í farvatninu eins og sakir standa en auðvitað eru alltaf einhverjar nýjar áherslur með nýju fólki.“