Föstudagur 28. júní, 2024
11.4 C
Reykjavik

Landsréttur staðfestir átta ára fangelsisdóm yfir Heiðari Erni: „Ákærði á sér engar málsbætur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átta ára fangelsisdómur yfir Heiðari Erni Vilhjálmssyni var í gær staðfestur af Landsrétti en Heiðar var dæmdur fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi gegn eiginkonu sinni. RÚV segir frá staðfestingunni.

Brotin framdi Heiðar Örn á heimili hjónanna frá 2019 og fram til 2023.

Alls var ákærarn í þrettán liðum en þar voru tiltekin einstök tilfelli ofbeldis auk andlegs ofbeldis yfir öll fjögur árin. Í sumum tilvikum voru áverkarnir sem Heiðar veitti konunni lífshættulegir. Neitaði hann sök í öllum ákæruliðum.

Heiðar Örn var sýknaður afa sjö ákæruliðum af Landsrétti þar sem sannanir þóttu ekki nægilegar svo hægt væri að sakfella hann, en hann var sakfelldur fyrir alvarlegustu brotin.

Brotin voru mörg og gróf, að því er fram kemur í dómi Landsréttar en þau feli í sér hrottalegar og ofsafengnar atlögur þar sem konan hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Hlaut hún útbreidda og alvarlega áverka en í einu tilvikinu hefði hún látist ef hún hefði ekki komist á sjúkrahús.

Í dóminum segir að ekki fari á milli mála að konan hafi á sambúðartímanum búið við alvarlegt ástand ógnunar, ótta, þjáningar og kúgunar. Þá hafi Heiðar Örn misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart henni og beitt brotaþola ítrekuðu ofbeldi sem hafði áhrif á heilsu, líðan og velferð hennar. „Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum.

- Auglýsing -

Landrétti þótti rétt að staðfesta dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra, um átta ár fangelsi, þrátt fyrir sýknu í sjö ákæruliðum, vegna alvarleika ákæruliðanna sem hann var þó sakfelldur fyrir.

Auk fangelsisdómsins var Heiðar Örn dæmdur til að greiða konunni sex milljónir í miskabætur, auk vaxta. Einnig er honum gert að greiða tæpar 20 milljónir í sakarkostnað auk hluta áfrýjunarkostnaðar sem eru tæpar fjórar milljónir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -