Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Langþráð viðbót við heilbrigðiskerfið komið af stað: „Skapa góðar aðstæður fyrir fólkið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala var tekin í dag

Stefnt að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun 2027.

„Grensásdeild er endurhæfingardeild Landspítala, en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Algengast er að sjúklingar komi í sérhæfða sjúkra- og iðjuþjálfun, talþjálfun eða viðtöl og meðferðir hjá fjölmörgum sérfræðingum endurhæfingardeildarinnar. Núverandi húsnæði Grensásdeildar er komið til ára sinna og styður ekki við nýjustu þekkingu og þróun hjálpartækja og búnaðar í endurhæfingu mænuskaðaðra og mikið slasaðra einstaklinga.

Nýbyggingin sem verður um 4.400 m2 að stærð verður sérsniðin fyrir þjálfunarstarfsemi Grensásdeildar og nýja legudeild, en einnig verður þar nýr matsalur og ýmis önnur samverurými ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Áhersla verður á þarfir sjúklingsins til endurhæfingar og uppbyggingar, en einnig á velferð starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða hljóðvist, ljósvist og innivist,“ sagði í fréttatilkynningu um deildina.

„Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, um málið.

„Verkefnið við Grensás er eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinnir og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ sagði Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -