Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lastar Grindvíkinga sem gagnrýna brottflutta: „Ekki hægt að sitja undir þessum helvítis skætingi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég er algjörlega búinn að fá mig fullsaddan af einhverjum skítabombum frá sjálfskipuðum hetjum í Grindavík, fólki sem hefur þraukað í bænum og finnst greinilega að þeir sem fóru séu svikarar, en hafa ekki þor til að segja það berum orðum.“ Þannig hefst sterk Facebook-færsla samfélagsrýnisins frá Grindavík, Björns Birgissonar en þar svarar hann ýmsum spurningum og fullyrðingum sem brottfluttir Grindvíkingar hafa þurft að sitja undir frá því að eldgosahrinan á Reykjanesskaga hófst.

Björn telur upp ýmsar spurningar og fullyrðingar um brottflutta Grindvíkinga og svarar þeim í nýrri Facebook-færslu sem vakið hefur athygli.

„- Af hverju heyrist ekki meira í fólki? –
Undarleg spurning, það heyrist nefnilega mikið í fólki, til dæmis eru margir að tjá sig samfélagsmiðlum og ég tel mig hafa lagt ýmislegt til málanna.
– Hvar er fólkið sem stóð upp og krafðist uppkaupa? –
Aftur undarleg spurning, það fólk er að mestu búið að fjárfesta í öðrum eignum til að tryggja fjárhagslega afkomu sína á meðan húseignir í Grindavík eru verðlausar.
– Ég ekki bjartsýnn á upprisu Grindavíkur nema með nýjum Grindvíkingum! –
Þetta er aldeilis kær kveðja til okkar sem erum nú að hugleiða að gera hollvinasamning við Þórkötlu til að halda tengslum við bæinn okkar og sjá til hvernig málin þróast.
– Það eru 3 bæjarfulltrúar í Grindavík. –
Hér er fyllilega gefið í skyn að hinir fjórir séu að svíkja bæinn sinn með dvöl í öðrum bæjarfélögum.
– Hvar er bæjarstjórinn? –
Hér er fyllilega gefið í skyn að bæjarstjórinn eigi ekki að hlýða ábendingum og reglum frá stjórnvöldum og sé að svíkja bæinn eins og meirihluti bæjarfulltrúa og aðrir brottfluttir.“

Að lokum húðskammar Björn þá sem „ráðast stöðugt að samborgurum sínum“.

„Það er hreinlega ekki hægt að sitja undir þessum helvítis skætingi flesta daga.
Menn geta verið þrákálfar og fundið yfirvöldum flest til foráttu.
En að ráðast stöðugt að samborgurum sínum, sem eru brottfluttir, en margir stefna heim aftur þegar og ef hægist um, er ósköp einfaldlega lítilmannlegt og til háborinnar skammar.
Skólabókardæmi um þröngsýni og skort á skynsemi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -