Nú þegar sveitastjórnarkosningar eru yfirstaðnar standa íslensku sveitafélögin í ströngu við gerð ráðningasamninga nýkjörinna bæjarstjóra. Umfjöllun síðastliðinn sólarhring um ráðningarsamning og kjör bæjarstjóra Garðabæjar hefur vakið athygli og hávær viðbrögð meðal margra.
Sjá einnig: Launalækkun bæjarstjóra Garðabæjar – „[…]voru því bæði einfölduð og lækkuð frá því sem áður var“
Mannlíf fór á stúfana og fann launalista yfir hæst launuðu bæjar- og borgarstjóra heimsins.
Skyldi engan undra að þar skara íslenskir bæjarstjórar og borgarstjóri fram úr borgarstjórum stærstu borga heims. Fráfarandi bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson, skipaði 2. sæti listans og Ármann Kr. Ólafsson, fráfarandi bæjarstjóri Kópavogs 3. sætinu.
Hér að neðan er listi yfir hæst launuðustu borgarstjóra í heimi. Listinn er frá árinu 2016.