Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Leiðsögumaður rauk til bjargar á Breiðamerkurjökli: „Hann kom aftur og það var blóð á honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Scott Stevens var staddur í íshellaskoðun á Breiðamerkurjökli ásamt tíu ára dóttur sinni þegar slysið varð á sunnudaginn en hann opnaði sig um það í viðtali við CNN.

Í viðtalinu greinir Stevens frá því að hann hafi verið að taka myndir af dóttur sinni í hellinum og ætlað að skipta um linsu á myndavélinni sem hann hafði með sér. Hann hætti þó við það til að tefja ekki annað fólk en röð hafði myndast fyrir aftan hann.

„Mér fannst dónalegt af mér að láta aðra standa fyrir aftan mig meðan ég skipti um linsu þannig að ég sleppti því og við löbbuðum út,“ sagði Stevens en DV greindi fyrst frá viðtalinu hérlendis.

„Ef ég hefði skipt um linsu þá væri ég 100% dáinn núna. Við stóðum á nákvæmlega þessum stað,“ og vísar í bandaríska manninn sem varð undir ísveggnum og lést. Þá segir hann frá að slysið hafi haft mikil áhrif á dóttur sína. „Hún er búin að hugsa mikið um að ég hefði getað dáið á meðan ég var að taka myndir af henni. Ég hef hugsað um aumingja manninn sem var þarna í fríi og eflaust á leiðinni heim til sín.“

Tárvotur leiðsögumaður

Þá segir Stevens að leiðsögumaður hafi drifið sig til að veita bandarísku konunni sem varð undir ísveggnum aðhlynningu en hann hafi verið í miklu áfalli næst þegar Stevens ræddi við hann.

„Hann var tárvotur. Hann kom aftur og það var blóð á honum, líklega úr manninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var líka eyðilagður og augljóslega í gríðarlegu áfalli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -