Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Leiðsögumaður segir ferðasölufyrirtæki bera ábyrgðina: „Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgar Antonsson, eða Boggi Tona, leiðsögumaður, segir þau fyrirtæki sem selji íshellaferðir að sumri til, bera mestu ábyrgðina þegar eitthvað fer úrskeiðis, eins og á Breiðamerkurjökli um síðustu helgi, þar sem bandarískur ferðamaður lét lífið og kona hans slasaðist er ísveggur féll á þau.

Hengja bakara fyrir smið

Boggi Tona, sem unnið hefur sem íshellaleiðsögumaður á veturna síðustu átta árin segir í samtali við Mannlíf skýrt hvar ábyrgðin liggi þegar slys verða þegar farið er í íshellaferðir að sumri til. „Ef þú vilt fá mína skoðun á því sem gerðist og hver er ábyrgur, þá eru það fyrirtæki sem selja miðana. Ég held ég hafi lesið það í gær að það eigi ekki að endurnýja leyfið hjá Ice Pic Journeys, fyrirtækið sem lenti í slysinu en það er ekkert minnst á hin fyrirtækin sem voru að selja miðana í þessar ferðir. Í þessu tilfelli var til dæmis Ice Pic Journey undirverktaki Guide to Iceland. Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið þegar eitthvað svona kemur upp á.“ Boggi segir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi til að byrja með viljað kenna Vatnajökulsþjóðgarði um slysið, „en þjóðgarðurinn hefur ekkert þurft að banna þessar ferðir á sumrin vegna þess að það vita öll fyrirtækin hvað þetta er hættulegt og hafa ekki komið nálægt þessu. Þar til bara í sumar en vissulega var það þetta fyrirtæki, Ice Pic Journeys sem byrjaði en um leið og það fréttist að það væri verið að selja ferðir þá fóru þrjú stærstu fyrirtækin að ræsa út sitt lið. Drífa sig á jökul, það er verið að selja íshellaferðir.“ Boggi sagði að eitt fyrirtækjanna hafi haft samband við góðvin sinn sem er leiðsögumaður og sagt honum að fara að græja sig fyrir íshellaferðir en hann hafi  harðneitað því, enda stórhættulegt að fara í slíkar ferðir að sumri til og að hann færi ekki í ferðir þar sem hann gæti ekki tryggt öryggi viðskiptavinanna. „Og hann þurfti að margsegja þeim þetta. Þá höfðu þeir samband við fyrirtækin sem eru í þessu myndbandi [sem Mannlíf og Nútíminn birtu um daginn. Innskot blaðamanns.], og þau eru til í allt.“

Vita upp á sig skömmina

Þá segir Boggi að um 200 til 300 þúsund manns hafi farið í íshellaferðirnar síðustu árin að vetri til og aldrei nein slys á fólki „en um leið og byrjað er að fara að sumarlagi, sem allir voru búnir að vara við, Magnús Tumi og fleiri og við, fyrirtækin heima, hvað gerist? Það verður slys,“ segir Boggi og heldur áfram: „Og þessi fyrirtæki vissu upp á sig skömmina þegar þau byrjuðu að selja sumarferðirnar, „Þetta er hættulegt, við ætlum bara að taka sjensinn, það kemur aðeins meira í kassann hjá okkur“.“

Mannlíf hefur sent fyrirspurnir á stærstu ferðasölufyrirtæki Íslands og bíður svara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -