Föstudagur 7. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Nágrannar vilja bola Karli út: „Hringja í lögregluna af því að ég hef verið að ryksuga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leigjandi sem GGG Fjárfestingar hf. hefur reynt að koma úr leiguíbúð sinni æi Keflavík með hjálp dómstóla, segir ekkert hæft í ásökunum nágranna hans, en þau hafa sakað hann um stöðugt ónæði og fíkniefnaneyslu.

DV sagði frá því nýverið að þann 18. desember síðastliðinn hefði Héraðsdómur Reykjaness úrskurðað um aðfararbeiðni GGG Fjárfestinga hf. á hendur Gunnari Þórðarssyni tónlistarmanni, eiginkonu hans, Toby Sigrúnu Herman, fjölskyldu- og námsráðgjafa og syni þeirra, Karli Brooke Herman Gunnarssyni, sem leigir íbúð foreldra sinna í Reykjanesbæ. Krafa GGG Fjárfestinga snerist um að fjölskyldan yrði borin út úr íbúð á neðri hæð tvíbýlis en leigjendur félagsins leigja íbúðina á efri hæðinni.

Hjónin búa ekki sjálf ekki í íbúðinni en sonur þeirra, Karl Brooke Herman, býr þar en fjölskyldan á efri hæð hússins, sem er í eigu GGG Fjárfestinga, hafa kvartað mikið undan sambýlinu við Karl og sakað hann um gegndarlaust ónæði, drykkjulæti, stöðugan gestagang og fíkniefnaneyslu. Þessu hafna Gunnar og Toby og segja leigjendur Karls leggja fæð á hann sem valdi tilhæfulausum heimsóknum lögreglunnar til hans.

Aðfararbeiðni GGG Fjárfestinga var hafnað af Héraðsdómi Reykjaness meðal annars á þeim forsendum að leigjandanum, Karli Brooke, hafi ekki borist skrifleg viðvörun frá eigendum efri hæðarinnar, heldur hafi slík viðvörun aðeins verið send á eigendurna. Þá var því einnig haldið fram í niðurstöðu dómsins að gögnin sem lögð voru fram við dóminn um meint ónæði leigjandans séu ófullnægjandi. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að málinu sé ekki lokið.

„Nei, nei, en ég á nú samt heima hérna.“

Í samtali við Mannlíf segir Karl Brooke ásakanir nágrannanna algjörlega úr lausu lofti gripnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja, þetta er bara fáránlegt,“ segir Karl hlæjandi við Manníf. „Þau hafa nú sagst ætla að koma mér í burtu sama hvernig þau fari að því. Og þetta að þau hafa verið að hringja í lögregluna af því að ég hef verið að ryksuga og hlusta á tónlist, ég sé ekki að það ætti að flokkast undir áreiti af minni hálfu.“

Aðspurður hvort hann hafi verið að ryksuga á nóttunni eða hlusta á tónlist svaraði Karl: „Nei, nei, en ég á nú samt heima hérna.“

- Auglýsing -

En hefur Karl litlar áhyggjur af áframhaldandi tilraunum GGG Fjárfestinga til að koma honum út? „Já, hvað heita þeir, Geggjað góðir gaurar?“ svaraði Karl hlæjandi og hélt áfram: „Já, þetta er bara fáránlegt. Um daginn var vinkona mín að labba héðan út og þau [fólkið á efri hæðinni] virtust vera að fara út á sama tíma eða einhver þarna með lítið barn með sér.  En þegar þau eru að fara út þá rykkja þau barninu inn og loka. Ég meina hver er að halda þessum börnum í gíslingu?“ Bætti Karl við: „Ég vanalega sé þetta fólk ekkert nema bara úti í glugga að taka myndir af mér eitthvað. Það ætti nú að vera brot á mínu einkalífi.“

Að lokum spurði Mannlíf Karl út í þær staðhæfingar að börnin á efri hæðinni séu hrædd við að fara út vegna hans. „Já, ég veit ekki af hverju það ætti að vera mér að kenna, ekki er ég að hrella þau.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -