Miðvikudagur 3. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Leigubílstjóri á Akureyri sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leigubílsstjóri á Akureyri er í tímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar lögreglunnar á meintum brotum hans í starfi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur leigubílsstjórinn verið kærður til lögreglu fyrir meint óljóst brot gegn farþega. Mannlíf sendi spurningu á leigubílastöðina þar sem maðurinn vinnur og spurði hvort rétt sé að bílstjóri á þeirra vegum sé í leyfi vegna rannsókar lögreglu á máli tengdu honum og barst eftirfarandi svar:

„Góðan daginn. Leigubílastöðin hefur vísað leigubílstjóra tímabundið frá störfum af stöðinni vegna máls sem er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri.“

Mannlíf sendi einnig sambærilega spurningu á lögregluna á Akureyri en af einhverjum ástæðum vildi Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri ekki staðfesta þetta. „Nei, þetta get ég ekki staðfest,“ skrifaði Skarphéðinn.

Leigubílsstjórinn vildi ekki tjá sig við Mannlíf en sagðist vera með lögfræðing í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -