Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Leigubílstjóri í Reykjavík bitinn í hálsinn: „Hann var eins og Hannibal Lecter“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann var eins og Hannibal Lecter þar sem hann beit í barkann á mér og hékk þannig,“ sagði Magnús Sigurðsson, leigubílstjóri, í samtali við DV mánudaginn 3. janúar 2005 um farþega sem hann sótti aðfaranótt sunnudags.

Ástæða bitsins var kostnaður ferðarinnar að sögn Magnúsar en farþeginn vildi aðeins borga 1000 krónur fyrir ferðina „Þau höfðu verið í fínu boði og litu vel út, hún var í síðkjól og þetta var bara venjuleg ferð. Þegar við vorum komin á áfangastað við Háteigsveg kom í ljós að ferðin kostaði 1340 krónur. Hann réttir fram kortið og segir eins og fólk er byrjað að gera: Taktu þúsundkall og málið er dautt. Ég gat ekki sætt mig við að hann ákvæði hvað ferðin ætti að kosta.“

„Mér leiddist þetta og sagði við hann að ég skyldi bara gefa þeim ferðina í nýársgjöf en ég gat ekki breytt gjaldskránni. Hann var tilbúinn að vera með mikil læti út af 340 krónum. Ég straujaði kortið á endanum og það gekk í gegn og þegar hann stígur út úr bílnum rífur hann með sér dót sem var á milli sætanna, penna, loftmæli og svoleiðis smádót. Ég opna hurðina og segi honum að láta ekki svona og þá greiðir hann mér svaka högg á kjammann. Ég sá bara stjörnur og varð dauðhræddur. Fyrst reif hann gleraugun af og svo sló hann á kjammann,“ sagði Magnús og reyndi að bjarga sér eftir bestu getu og notaði þyngd sína til að skella manninum niður og halda honum í götunni.

„Þegar hann lofaði að hætta þessari vitleysu sleppti ég honum og fæ þá annað högg á kjammann og sé stjörnurnar aftur. Þá stökk ég aftur á hann og rétti konunni hans símann til að hún gæti hringt í lögregluna. Ég hrópa á hjálp og þá reisir hann sig upp og bítur mig á barkann.“ 

„Mér datt líka í hug að hann væri eins og Mike Tyson þegar hann beit eyrað af Holyfield. Hann hangir þarna í hálsinum á mér og ég reyni að rífa mig frá honum og vona að hann taki ekki stykki með sér. Þá heyri ég að lögreglan er að koma og sleppi honum,“ sagði Magnús um hvernig árásin endaði.

„Þetta var fólskulegt hjá honum og eldsnöggt en ég vorkenni stráknum að hafa látið svona. Ég hélt að þetta væri skikkanlegt fólk og að það væri hægt að tala við það. Ég hélt af reynslunni að ég væri nokkuð mannglöggur, það hefur dugað hingað til,“ sagði Magnús að lokum en hann sagði einnig frá því að hann væri ýmsu vanur sem leigubílstjóri og það væri voðalegt hvernig sumt fólk hegðaði sér gagnvart leigubílstjórum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -