Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Leita hunda sem drápu fjölda fjár – Bóndi segir aðfarirnar skelfilegar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundar drápu fjöldi kinda í Borgafirði en bændur uppgötvuðu hryllinginn í gær.

Skessuhorn segir frá því að í gær hafi uppgötvast hundar hafi ýmist drepið kindur eða flæmt þær ofan í skurði. Grétar Þór Reynisson bóndi fann níu dauðar kindur síðdegis á bænum Höll í Þverárhlíð. Þá fann hann enn eina kindina helsærða. Segir hann aðfarirnar allt öðruvísi því er tófa leggst á fé og telur öruggt að um hunda sé að ræða. Fram kemur í fréttinni að algengt sé að þegar tveir eða fleiri hundar ganga lausir geti þeir átt það til að ráðast á kindur. Segir Grétar í Höll að aðfarirnar hafi verið skelfilegar en að féið hans hafi flest allt gengið í hálsinum ofan við bæinn. Segir hann að sumar ærnar hafi verið hraktar út í læk þar sem þær drukknuðu en að aðrar hafi verið bitnar. Samkvæmt heimildum Mannlífs er grunur um að hundarnir hafi lagst á fé frá fleiri bóndabæjum, þar á meðal Höfða og Högnastöðum í Þverárhlíð og á Glitstöðum í Norðurárdal. Viðmælandi sem Mannlíf ræddi við segir að bændur séu nú úti að athuga með sitt fé.

Samkvæmt Grétari varð vart við hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og að lögreglu sem og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar hafi verið gert viðvart. Segist hann í samtali við Skessuhorn ekki geta fullyrt um að hundarnir hafi verið handsamaðir en hann var sjálfur fram eftir nóttu að huga að kindum sínum. Segist hann hafa opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og að töluverður fjöldi fjár hafi skilað sér strax heim. Smölun fer svo fram í dag og ærnar taldar en Grétar óttast að fleiri gætu legið í valnum.

Grunur leikur á að sökudólgarnir séu tveir ársgamlir hundar sem auglýst var eftir fyrir fimm dögum síðan. Höfðu þeir verið á bæ í Norðurárdal en sloppið frá eigendum sínum. Þrátt fyrir mikla leit virðist sem hundarnir sem auglýst var eftir séu enn ófundnir. Eigandi hundanna sem auglýst var eftir fyrir fimm dögum er sá sami og átti 10 hunda í Breiðdal sem fundust dauðir í fyrra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -