Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Leitin að Diego hefur engan árangur borið: „Skoða allar ábendingar og myndefni sem er til staðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn hefur leitin að frægasta ketti landsins, Diego, engan árangur borið. Einstaklingur sást fara með hann í strætisvagn í gærkvöldi og úr honum aftur við Bíó Paradís.

Hjálparsamtökin Dýrfinna, sem sérhæfir sig í að finna týnd dýr, birtu tilkynningu fyrir stundu á Facebook þar sem lýst var eftir Diego og var orðum sérstaklega beint að þeim aðila sem tók köttinn.

Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:

DIEGO SKEIFUKISI ER TÝNDUR! (DIEGO IS LOST!)

Elsku Diego okkar allra var tekinn úr A4 milli 18:30 og 19:00 í gærkvöldi þann 24. nóvember. Starfsmaður og myndavélar A4 staðfesta þetta. Tvö vitni sáu einstakling haldandi á Diego um svipað leiti og fór sá aðili með hann í strætó númer 14. Strætóbílstjóri hefur staðfest að aðilinn með köttinn fór út með hann við Bíó Paradís. Einstaklingurinn var með rauða húfu, stór svört heyrnatól og svartan bakpoka.
Ef einhver hefur upplýsingar um málið má hringja í okkur eða senda okkur skilaboð og við komum því áleiðis til eiganda. Ef manneskjan sem tók Diego sér þetta viljum við koma því til skila að það er hægt að gera hið rétta og skila honum. Þú getur skilað honum í A4 eða Hagkaup. Ef þú hefur ekki tök á að gera það í persónu þá má bjalla í okkur og við reddum málunum í trúnaði.
Einhver veit eitthvað og einhver sá eitthvað. Endilega hjálpumst að við að koma Diego heim í faðm fjölskyldu sinnar ❤
Gæti verið mynd af köttur, hundur og texti

Mannlíf heyrði í Söndru Ósk Jóhannsdóttur, sjálfboðaliða hjá Dýrfinnu og spurði hvort eitthvað væri að frétt af leitinni.

Sandra Ósk svaraði:

- Auglýsing -

„Það er ekkert nýtt að frétta en verið að skoða allar ábendingar og myndefni sem er til staðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -