Már Wolfgang Mixa lektor í fjármálum við Háskóla Íslands telur hækkun leiguverð vera rétt að byrja: „Þar sem að húsnæðisverð og leiguverð hefur almennt mikla samfylgni þá er líklegt að leiguverð hækki mikið næstu mánuðina.“
Már bendir jafnframt á, í pistli sínum á mbl.is, að tölur Þjóðskrár sýni að leiguverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 2 prósent á milli mánaða í apríl. Rekja megi ástæðuna til fasteignaeigenda sem sækist frekar í að leigja eignir sínar út í gegnum skammtímaleigur á borð við Airbnb í stað almenna leigumarkaðinn.
„Auk þess fjölgar eftirspurn nú eftir leiguíbúðum því það þarf að þjónusta ferðamenn og þarf til þess erlent vinnuafl að einhverju leyti; fólk sem þarf sjálft á leiguíbúðum að halda,“ ritar Már Wolfgang.
Í nýlegri grein, „Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda af íslenskum húsnæðismarkaði eftir Már Wolfgang Mixa, Kristínu Loftsdóttur og Önnu Lísu Rúnarsdóttur kemur meðal annars fram að eftir að heimsfaraldurinn skall á lækkaði húsaleigan á almennum markaði umtalsvert samhliða auknu framboði. Greinin fer ítarlega yfir leigumarkaðinn á Íslandi, einkenni hans og þá erfiðleika og óöryggi sem fylgir því að vera á honum.