Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, deildi með fylgjendum sínum í gær á Twitter ógeðfelldum nafnlausum skilaboðum sem henni barst á Twitter. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem varaþingmaðurinn fær send til sín hatursskilaboð. Fyrr á þessu ári tók Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri vefritsins Kjarnans frétt af vefnum, sem unnin var upp úr lengra viðtal við Lenyu Rún. Þetta var gert vegna yfirgengilegra viðbraga á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Mannlíf fjallaði um í kjölfarið yfirlýsingu Pírata sem þeir sendu frá sér og fordæmdu það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún verður reglulega fyrir.
Fréttin fjallaði um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings. Í færslu Þórðar, á þeim tíma sagði að þegar hluti af viðtalinu var tekinn út úr hinu stærra samhengi og birt sem frétt hafi það framkallað viðbrögð á samfélagsmiðlum sem hann sá ekki fyrir og „ekki [sé] hægt að lýsa öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu.“
Einhver óprúttin aðila hefur þótt það koma sér við hvernig Lenya klæðir sig í þetta skiptið og sendi henni skilaboðin „Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla?“ Þú ert varaþingmaður hagaðu þér þannig.“
Lenýa svarar honum: „Gleymist að ég sé bara 22 ára, má ég aðeins.“
Þá bætir hún við. „Ef ég klæði mig á íhaldssaman hátt er ég mússakerling sem vill innleiða shairalög, ef ég klæði mig SUMARlega er ég drusla,“ skrifar Lenya.
Stuðningur hefur komið úr öllum áttum og hafa hátt í þúsund manns like-að færsluna.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sem starfar fyrir þingflokk Pírata, skrifar: „Ef þessi mannleysa mætir mér einhver tímann á sinni aumu lífsleið.. Oh Boy.“ Og svona mætti lengi telja.Felix Bergsson, leggur einnig orð í belg og skrifar: „Vá hvað þessir fávitar eru ruddalegir. Þykir leitt að sjá þetta“ Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður skrifar meðal annars. „Omg magi, stórhættulegt. Jeminn“
GLEYMIST að ég sé bara 22 ára, má ég aðeins ❤️ pic.twitter.com/FefAwJb4VH
— Lenya Rún (@Lenyarun) June 22, 2022